Praktísk hugmynd sem auðvelt væri að verða við
Göngustígurinn fyrir neðan Austurkór og fyrir ofan golfvöllinn er falleg og góð gönguleið, sér í lagi fyrir fólk með hunda. Á allri leiðinni hringinn í götunni Austurkór og göngustíginn að neðan er einungis ein ruslatunna á leiðinni. Væri frábært að fá aðra, gæti t.d verið við bekkinn sem er fyrir neðan næstneðstu götuna í Austurkór. Einnig er engin ruslatunna á leiðinni frá Austurkór og út að Krónu - fyrr en við hringtorgið við Hörðuvallskóla og inn að Krónunni. Gott væri að bæta úr því.
Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation