Það vantar göngustíga að fallegum náttúrusvæðum í kringum Kóra-hverfið. Það eru einungis reiðstígar og vegir fyrir bílaumferð sem liggja að Guðmundalundi og Vífilstaðavatni til að mynda, og þarf því fólk með barnavagna eða á hjólum með börn að leggja sig og aðra í hættu við að komast á þessi útivistarsvæði. Ég legg til að Kópavogsbær leggi göngu- og hjólastíga að Guðmundarlundi, ásamt öðrum fallegum svæðum í Heiðmörk, og að Vífilstaðavatni.
Að leggja göngustíga að náttúrusvæðum í kringum Kóra-hverfið mundi auka öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda, sem og bæta aðgengi að útivistarsvæðum.
Kópavogur og Garðabær má taka sig á og gera þetta útivistarsvæði mun betra, þannig að fólk sem á ekki bíl geti gengið að vatninu án þess að leggja sig og aðra í hættu við það.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation