Fótboltavellir sem virka eins og alvöru gras, fyrir utan moldarflagið í rigningu og snjó. Lítur út eins og gras allt árið og engin skaðleg efni sem berast í börnin, fötin, töskurnar, heimilið eða þvottavélarnar.
Börnin okkar eiga skilið að vera laus við sand og gúmmí á spark/fótboltavöllunum sínum. Innfylliefnalaust gervigras fyrir börnin er eina vitið. Það er hreinlegra, þægilegra, auðvelt að viðhalda og er alltaf eins. Þ.e.a.s. ekki gúmmí hólar hèr og þar. Auk þess snarminnkar sýkingarhætta í sárum barna sem leika sèr á slíkum völlum.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation