ég legg til að við opnum dyr íþróttamannvirkja kópavogsbæjar fyrir eigendunum (okkur) og fólki gefirst tækifæri til að eiga gæðastund þar með fjölskyldunni einu sinni í viku. Þetta hefur verið gert með mjög góðum árangri í mosfellsbæ, sjá bls 14 hér http://docs.wixstatic.com/ugd/15590d_82b01df7097944c0beb08961652a6dbb.pdf . Hugmyndin er að opna t.d. fimleikahús Gerplu, sundlaugarnar, kórinn og svo framv, einu sinni í viku í 1-2 tíma og gefa fjölskyldum færi á að leika þar saman án kostnaðar
Þessi hugmynd gefur efnaminni foreldrum færi á að eiga gæðastund með börnum sínum án mikils tilkostnaðar. Þessar fjölskyldustundir hafa skapað tækifæri fyrir íþróttafélögin í bænum til að kynna starfsemi sína. Sumir þeirra sem mæta í tímana hafa jafnvel sjaldan stigið fæti inn í íþróttamiðstöðvar. Þar opnast augu þeirra enda ljóst hvaða möguleikar eru í boði í miðstöðvunum. Verkefni ætti að hjálpa Kópavogi að verða fremsta Lýðheilsubæjarfélag á Íslandi. Það verður áhugaverðara að búa í kópavogi
Fjölskyldan öll saman að leika sér, hressir, bætir og kætir.
Krakkarnir fá tækifæri til að prófa íþróttir sem þau annars hefðu ekki prófað og fjölskyldur í hverfinu kynnast betur!
Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að leika sér saman.
Góð hugmynd, komum þessu í framkvæmd :-)
Þetta er frábær hugmynd. Þekki þetta frá smábæ sem ég bjó í í Danmörku þar sem var svokallaður föstudagsklúbbur 1 sinni í mánuði. Þá var íþróttahúsið fengið til afnota og boðið upp á alls kyns afþreyingu fyrir börnin (eitthvað fyrir alla - ekki bara íþróttir). Foreldrar voru þarna og hèldu utan um allt í sjálfboðastarfi og áttu gæðastund með eigin börnum og annarra í félagsskap annarra foreldra
Af hverju ekki?
Frábær hugmynd, fleiri gæðastundir fjölskyldunnar
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation