Nýleg akrein gengur beint yfir leið nemenda Vatnsendaskóla í og úr leikfimi í Kórnum. Bílar koma upp af bílastæði Krónunnar rétt við strætóskýli. Þetta er stórhættuleg slysagildra, börn eru gjarnan hjólandi á þessari gangstétt á leið í leikfimi.
Mikil slysagildra þar sem umferð er beint yfir gangstétt sem börn í hverfinu nota mikið til að komast milli skóla og íþróttahúss. Akreinin hlýtur að hafa verið lögð þarna fyrir mistök.
Afar hættuleg akrein yfir gangstétt við endann á byggingunni sem Krónan er í. Getur varla verið á skipulagi því það er eins og malbikaður hafi verið slóði sem líklega varð til þegar unnið var í húsinu. Hljóta að vera mistök og verður að endurskoða áður en slys hlýst af.
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation