Efla þarf með öllum ráðum íslenskuna. Ef íslenska þjóðin stendur ekki vörð um tungumálið deyr það út.
Breyta þarf áherslum í lestrarkennslu. Það er lögð of mikil áhersla á lestrarhraða, lesskilningur er mikilvægari og það er mjög mikilvægt að hafa bækurnar skemmtilegar. Barn sem hefur gaman af því að lesa nær hraðanum með æfingunni. Efla þarf útgáfu góðra barnabóka á íslensku og tölvurnar þurfa að "tala" og "skrifa" íslensku.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation