Lítill battavöllur eða einföld leiktæki ss. rólur, rennibraut og nýtt fótboltamark ásamt nýju grasi.
Frábær hugmynd! Góð staðaetning en er í niðurníðslu. Væri gaman að hafa leiksvæði þarna sem gæti einnig nýst í götugrill og fleiri viðburði.
Þarf svo sannarlega að lagfæra þetta svæði.
Styð þessa tillögu, hverfinu veitir ekki af upplyftingu sem löngu er orðin tímabær
Tek undir tillögur Rakelar Mánadóttur. Þetta svæði þarf að lagfæra.
Leiksvæði við Bragalund í Túnahverfi væri kærkomin upplyfting í elsta hverfi Garðabæjar. Svæðið hefur verið í niðurníslu í mörg ár en ekki ætti að vera kostnaðarsamt að setja þar nýtt gras og leiktæki þó ekki væru nema rólur og/eða ný fótboltamörk.
Tek heilshugar undir þessa tillögu. Löngu tímabært að lappa upp á þetta svæði.
Styð tillögu heilshugar. Svæðið er skammarlega subbulegt í núverandi ástandi og virðist hvetja til þess að fólk gangi illa þar um. Á hverju ári týnum við upp mikið rusl á svæðinu í vorhreingerningum og nær undantekningalaust leynast glerbrot í mölinni.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation