Hornið stundum martröð😡
Þarna þarf að rétta úr Löngulínu því þetta horn er svo þröngt og það myndast oft hnútur þarna þegar verið er að sækja og keyra börnin í leikskólann við Vesturbrú. Hægt væri að taka af eyjunni við Löngulínu en hún tilheyrir Vesturbrú 1. Langalína var hugsuð sem breið og falleg gata á upphaflegu skipulagi. Gatan er breið framan við Löngulínu 10,12 og 14 og Nýhöfn 1,3 og 5. Löngulínu 18 var skellt þarna inní í hruninu og lokar fyrir og í staðinn kemur þetta þrönga leiðinlega sund milli 18 og 13 😡
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verða komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farinn af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation