Bæta úr lýsingu fyrir göngustígana sem liggja upp frá Fífuhvammsvegi að Grófarsmára, Grundarsmára, Ekrusmára og upp að Engjasmára.
Þessir göngustígar eru mikið notaðir af skólakrökkum en alla lýsingu vantar á þá. Það má á einfaldan máta setja götuljós á framantöldum götum sem myndu þá lýsa upp göngustígana og auðvelda skólakrökkum að nota þá þegar rökkva tekur. Frá lok september er dimmt á þessum stígum bæði fyrst á morgnana þegar krakkar fara í skólann en einnig seinnipartinn þegar þau koma heim úr skólanum eða þá tómstundum niður í Smára/Fífu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation