Það er sláandi munur á leiksvæðum Krakkakots og Holtakots hér á Álftanesi þó aðeins ein gata sé á milli leikskóla og hægt sé að horfa á milli. Gaman væri að sjá að Holtakot fengi upplyftingu og eins gefandi sem og þroskandi útisvæði fyrir nemendur sína á pari við nágranna þeirra en leiktækin eru ansi fá og takmörkuð
Það myndi sannarlega örva hugmyndaflug þeirra og þroska að hafa svipaða uppsetningu á útisvæði. Dóttir mín sem er á Holtakoti velur sér ávallt leik á Krakkakoti um helgar vegna þessa en þá fer gleðin og hugmyndarflug hennar á fullt. En á hennar útisvæði er í raun aðeins sandkassi sem er ekki nægjanlegur þroskagjafi fyrir 4 ára.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation