Skoða þarf aðstæður á öllum leikskólum bæjarins fyrir yngstu börnin
Með aukinni áherslu á að taka yngri börn inn í almennu leikskólana, þarf að huga bæði að húsbúnaði og útileiksvæði. Það er algjör lágmarks krafa að útisvæðin séu afgirt fyrir þessi allra minnstu á öllum leikskólum bæjarins með leiktækjum sem hæfa þeirra aldri og stólar og borð inni á deildum þurfa að henta börnum sem ekki eru orðin nógu sterk og stöðug til þess að sitja á háum stólum àn viðeigandi öryggisbúnaðar. Hvort tveggja eru spurning um öryggi og ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation