Reiðstígar á Álftanesi verði samkvæmt aðalskipulagi

Reiðstígar á Álftanesi verði samkvæmt aðalskipulagi

Á Álftanesi er hestaíþróttin vaxandi og áhugi ungs fólks á íþróttinni hefur aukist mjög á síðustu misserum. Til að hestamennska á Álftanesi verði samanburðarhæf við hestamennsku á öðrum svæðum í nágrannasveitarfélögunum er ekki einungis mikilvægt að bæta þá reiðvegi sem fyrir eru, heldur einnig að byggja upp nýja reiðvegi samkvæmt aðalskipulagi. Þar má t.d. nefna reiðvegi á Bessastaðanesi og út í Hlið.

Points

Á Álftanesi þarf aðstaða fyrir hestaíþróttina að vera aðlaðandi til að þeir sem stunda hestamennsku hverfi ekki til annarra hestaíþróttasvæða.

Það er mjög mikilvægt að bæta aðstöðu til útreiða á Álftanesi.

Þetta er alveg rökrétt framhald á því að verið er að bæta við inniaðstöðu fyrir hestamenn á Álftanesi. Það stefnir í mikla nýliðun í hestaíþróttinni á Álftnesi og mikilvægt að huga að öryggi iðkenda á sama tíma, þannig að bæði sé unnið að viðhaldi eldri stíga og svo að nýjir reiðstígar séu byggðir skv. leiðbeiningum sem Landsamband hestamanna gaf út í samstarfi við fjöldamarga aðila á sínum tíma.

Hestaíþróttinn er mjög vaxtandi á meðal barna á mið og elsta stigi grunnskóla á nesinu og því brýnt að halda áfram að styðja við þá þróun með því að klára að ganga frá þeim reiðstígum sem eru á aðalskipulagi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information