Vantar hraðahindranir til þess að hægja á umferðarhraða
Það er 50km/klst hámarkshraði en fáir fara eftir því því miður
Hraðinn á umferðinni á Suðurhólunum er rosalegur. Það þarf að finna einhverja lausn til að draga úr hraðanum, hvort sem það eru hringtorg við einhver gatnamót eða hraðahindranir.
Ég bý alveg við Suðurhólana, verð því vel var við umferðarmenninguna þar. Reglulega, svo til daglega, er keyrt þarna á yfir tvöföldum hámarkshraða (100+ km/klst) og "eðlilegur" hraði er 60+. Þú ert "fyrir" ef þú keyrir á 50 km/klst sem er hámarkshraði. Einhvers konar úrræði þarf til að draga úr ofsafengnum hraða innanbæjar. En að sama skapi fara reglulega stórir flutningabílar og jafnvel húsflutningar um Suðurhólana svo taka þarf tillit til þess við útfærsluna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation