Gefa þarf þjóðinn kost á að velja stjórn (útvarpsráð) RÚV og útvarpsstjóra til að tryggja sjálfstæði stofnunarinnar, auka lýðræði innan hennar og draga úr óæskilegurm áhrifum misvitra stórnmálaflokka og stjórnmálamanna þar.
Hvað með byrja á því að setja vef til þess að fólk getur komið með hugmyndir og kosið um þær? Það getur jafnvel orðið til þess að RUV taki þær upp og framkvæmi þær. Það sakar allavega ekki að prufa.
Ef menn vilja halda áfram að reka ríkisútvarp og sjónvarp (RÚV) þá þarf þjóðin að geta treyst á algjört hlutleysi stofnunarinnar á öllum sviðum. Pólitísk afskipti af RÚV eru óþolandi.
Fólk mun alltaf hafa skoðanir og alltaf mun vera deilt um hlutleysi einstakra starfsmanna í slíkri ríkisstofnun sem á að viðhalda hlutleysi. betra væri að ráðstafa þessu fé á annan hátt og bjóða út öryggishlutverkið með rammasamningi á almennum markaði ólíkra fjölmiðla.
Í stað þess að stunda meiri kostningar, sem myndu hvort eð er líklega valda enn meiri pólitík varðandi RÚV, þar sem útvarpsráð og útvarpsstjóri væru opinberlega pólitísk og þyrftu að vera með kostningaherferðir, þá ætti að leggja ríkisfjölmiðlana niður, nema kannski fyrir neyðarútsendingar. Við blæðum nú þegar fullt af peningum í ríkisrekna dagskrá sem er að miklu leiti leiðinleg og við neyðust til að greiða fyrir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation