Hægt verði að kjósa á netinu í næstu sveitarstjórnarkosningum

Hægt verði að kjósa á netinu í næstu sveitarstjórnarkosningum

Heimilað verði að fólk geti kosið á netinu í næstu sveitarstjórnarkosningum. Með þessu er almenningi auðveldað að kjósa og opinberir aðilar geta sparað fjármuni þegar til lengri tíma er litið. Dæmi eru í Evrópu þar sem almenningur hefur getað kosið í sveitarstjórnakosningum á netinu. Í Eistlandi hefur almenningur getað kosið á netinu frá því 2005 í tveimur sveitarstjórnarkosningum og tveimur alþingiskosningum. Árið 2011 var hægt að kjósa á netinu í kosningum 10 sveitarfélaga í Noregi.

Points

Eina leiðin til að gera rafræna kosningu örugga er með því að afnema leynilega kosningu. Í rafrænu kerfi er einfaldlega og auðvelt að breyta hvaða atkvæði segjir hvað. Og meirasegja þótt leynileg kosning væri ekki notuð, þá gætu forritarar kerfisins ákveðið að gera eitthvað af sér, engin leið til að stöðva það. Í núverandi "pappírskosningum" er álaginu dreift á svo marga að eitt slæmt epli getur ekki ollið miklum skaða.

Kosningar á netinu finnst mér ekki vera markmið í sjálfu sér, markmiðið er að gera kosningar ódýrari og raunhæfari kost í fleiri málum. Er hugsanlega hægt að taka minni skref í einu, byrja t.d. á rafrænni kjörskrá, þar næst að útfæra speglað kosningakerfi (kjörseðla og rafrænt), og síðan að færa sig út á netið? Það er að mínu mati algerlega krítískt atriði að viðhalda trausti á kosningakerfið, lítil og örugg skref eru held ég besta leiðin til þess, bæði tæknilega séð og gagnvart fólki.

Nýafstaðnar kosningar eru dæmi um hvernig kosningaþátttaka færir völdin til þeirra sem nenna að kjósa. Ungt fólk nennir ekki að mæta á stað X til að setja X við eitt nafn. Þetta er allt of flókin framkvæmd fyrir jafn einfaldan hlut. Ef við treystum íslyklinum til að sækja um bætur, sýsla með skatta o.s.frv. hvað er því til fyrirsatöðu að kerfinu sé einnig treyst fyrir kosningum?

Þjóðaratkvæðagreiðslur eða kosningar kosta almennt í kringum 200-270 milljónir króna skiptið. Netkosningar eru miklu ódýrari í framkvæmd og bjóða upp á meiri sveigjanleika með framsetningu - hægt er að spyrja fleiri og flóknari spurninga og fá nákvæmari niðurstöður.

Kosningar á netinu auðveldar fólki að kjósa og sparar þeim tíma og kostnað við samgöngur. Sparar opinberum til lengri tíma við framkvæmd kosninga. Sparar samfélaginu kostnað vegna samgangna (slit á vegum og mengun).

eða nota vefmyndavél til að auðkenna fólk og jafnvel til að skoða skilríki eða senda mynd af því, og rödd er oft auðþekkjanleg, gagnagrunnur ríkis gæti geymt stutt myndskeið og rödd á upptöku , jafnvel syngja uppáhalds lag, sýna íbúðina , húsnúmerið, sýna út um gluggann , hverfisbúar átta sig á hvar það er og hvort stemmir við rétt heimilisfang, og svo undirskrift í vefmyndavél, og svo þarf að gefa merki í vélina td sýndu fjóra fingur og maður gerir það til að sýna að þetta sé bein útsending en ekki upptaka , reyndar er hægt að svindla á því með upptöku af fingrum skeytt inn í útsendingu en það eru líka til öruggari aðferðir. og fjölskyldur og vinahópa starfsmannahópa félagshópa til að auðkenna hvorn annan, og

Þrátt fyrir góða reynslu Eista af netkosningum hangir alltaf yfir umræðunni vandamálið að það er ekki hægt að búa til kosningakerfi sem virðir nafnleynd og tryggir sannreynanleika. Við getum nálgast það með ýmsum hlutverkaaðskilnaði og aðgangsstýringu, en það væri glapræði eins og staðan er í dag að nota rafrænar kosningar til að skera úr um stór deilumál þar sem eru miklir hagsmunir í húfi og einhverjir gætu séð sér hag í því að svindla.

Mig langar bara að benda á að við höfum tólin til að framkvæma þetta á frekar öruggan hátt, eins og nafni minn var að tala um að ofan. Íslenska ríkið styður rafræn skilríki, eins og lesa má um á skilriki.is, sem eru oftast á kubbinum á debet kortinu þínu og hægt að nota báða lyklana á þeim til að kjósa. Innskráningarlykilinn til að auðkenna sig og undirskriftarlykilinn til að votta að þú sért búinn að kjósa. Það má þó ekki skrifa undir atkvæðið sjálf, þar sem við höldum leynilegar kostningar.

Til að gera kosningar í gegnum netið öruggar væri hægt að koma upp kerfi þar sem hægt væri að nota auðkennislykil til að bera kennsl á einstakling(eins og er notað í heimabankanum). Þetta væri persónulegur auðkennislykill sem maður fær við 18 ára aldur. Það auðveldar einnig talningu atkvæða ef kosningar fara fram á internetinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information