Ef hægt væri að kjósa með vægi (alternative vote) þá væri auðveldara fyrir minni flokka að komast inn vegna þess að kjósendur væru ekki hræddir um að atkvæðin sín myndu "detta niður dauð". Td. þá gæti kosningaseðill litið svona út: xa : 1 xb : 2 xc : 3 Ef xa fengi ekki nægt hlutfall (5%) til að komast inn þá myndi atkvæði þessa kosningaseðils fara til xb. Ef xb næði ekki heldur lágmarkshlutfalli þá myndi atkvæði þessa kosnaningaseðils fara til xc og svo koll af kolli.
Svona breyting myndi verða til þess að fólk myndi heldur þora að kjósa minni flokka vegna þess að það myndi vita að ef flokkurinn sem það væri að kjósa nær ekki nógu mörgum atkvæðum þá fer atkvæðið áfram til "næstbesta" flokksins sem það valdi.
Útskýring: http://www.youtube.com/watch?v=3Y3jE3B8HsE
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation