Fjarlægja ákvæði um kirkjuskipan úr drögum að stjórnarskrá, sem fyrsta skref í átt að aðskilnaði.

Fjarlægja ákvæði um kirkjuskipan úr drögum að stjórnarskrá, sem fyrsta skref í átt að aðskilnaði.

Eins og kannanir sýna og hafa lengi sýnt er meirihluti landsmanna hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Kosning um drög að stjórnarskrá var villandi, þar sem spurningin um þjóðkirkju var eina "öfuga" spurningin og ætti því ekki að teljast gild. Það að ákvæði um þjóðkirkju sé fjarlægt úr stjórnarskrá þá þýðir það ekki að ríki og kirkja séu samstundis aðskilin, en það jafnar misrétti milli þjóðkirkju og annara trúfélaga og gefur meira rúm til að hefja aðskilnað.

Points

Fjármálalög Íslands velta tugmilljörðum í að borga upp leigu á löndum kirkjunnar sem engin skrá er yfir að eilífu. Fyrst að enginn skrá er yfir eignir kirkjunnar sem verið er að borga upp í þá er engin forsenda fyrir greiðslu ósýnilegra eigna. Sérstaklega þeirra eigna sem kirkjan hefur svikið úr eigendum gegn margvíslegum ástæðum við siðaskiptinn.

Ég er líka fólkið. Ég er trúlaus og stend utan trúfélaga. Ég styð trúfrelsi - frelsið til að trúa og frelsið til þess að sleppa því að trúa. Ég vil ekki að mínir skattar komi á einn né neinn hátt nálægt trúfélaögum og mér finnst það vera minn réttur sem virkur samfélagsþegn. Kirkjan á að reka sig sjálf, sem og önnur trúfélög. Ef hún getur það ekki - segir það okkur ekki eitthvað um trúrækni landans?

Þjóðkirkja og afskipti ríkisins af trúmálum er tímaskekkja og ætti að vera aðskilið. Aðeins lítill hluti Íslendinga stundar kirkju og fæstir iðka trú þrátt fyrir trúfélagsskráningu. Íslenska ríkið blæðir peningum í þjóðkirkjubáknið og því ætti að stíga fyrstu skrefin sem gefa okkur rúm til að auka jöfnuð meðal trúfélaga og gera aðskilnað ríkis og kirkju auðveldari í framkvæmd seinna meir.

Sú staðreynd að Íslenska ríkið skuli enn eyða milljörðum í þjóðkirkju árið 2013 er hlægilegt. Þau rök um að það sé of flókið að skilja að ríki og kirkju eru kjánaleg í besta falli. Þeir sem eru trúaðir meiga vera það í friði og stunda sína trú, en mig langar ekki til að borga fyrir það, sérstaklega á meðan að það eru mun þarfari mál sem þurfa á þessum milljörðum að halda eins og heilbrigðismál. Þeir sem stunda kirkju og þiggja þeirra þjónustu geta borgað prestum, sem eru btw með mun hærri grunnlaun heldur er læknar.

Algjörlega sammála... í sjálfu sér get ég ekki beðið eftir "gegnsæi" í ríkissjóðsmálum, bara til að sjá hversu skynsamlega skattfénu - sem rifið er glóðvolgt út úr höndum vinnandi fólks alls staðar - sé varið í hin fjölmörgu þjóðþrifamál! En ríki og kirkja er líklega eina kirkjulega giftingin sem varað hefur jafn ótrúlega lengi... öldum, jafnvel árþúsundum saman! Þetta er sam eini skilnaðurinn sem ætti pottþétt að eiga sér stað án vafa eða tilrauna til sættinga!

Það á ekki að vera hlutverk ríkisvaldsins að skipta sér af trú landsmanna, hvorki til að styðja hana né hamla henni. Trú er persónuleg sannfæring hvers og eins sem ríkisvaldið á ekki að skipta sér af.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information