Komið verði upp vefsetri á vegum RÚV með öllum gögnum og upplýsingum um íslenska efnahagshrunið og fall bankanna þar sem á einum stað verði tiltæk sem mest af sögulegum upplýsingum og gögnum til að almenningur og fræðimenn sem vilja kynna sér og skoða hvað gerðist hafi aðgang að góðri upplýsingaveitu. Það verði í þessum gagnagrunn hægt að nálgast allar upplýsingar úr ríkisfjölmiðlum (upptökur úr sjónvarpi og útvarpi) og amk lista yfir alla umfjöllun í öðrum fjölmiðlum og öll skrif.
Hrunið er flókið fyrirbæri og það þarf mikil bakgrunnsgögn til að geta tjáð sig um það og skilja. Almenningur hefur engar forsendur til þess í heimi þar sem engin gögn eru aðgengileg. Þó einhver gögn séu ennþá aðgengileg á vefnum (t.d. rannsóknarskýrsla Alþingis) þá er margt horfið t.d. öll umfjöllun í RÚV og margt er erfitt að finna fyrir fólk sem veit kannski ekki fyrirfram hvaða spurninga það á að spyrja. Það varð á skömmum tíma mikið breyting á íslensku samfélagi sem þarf að skrásetja.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation