Hugmyndin er semsagt sú að netveitur væru flokkaðar sem almennur flutningsaðili. Það mundi þýða að netveitur mættu ekki gera neitt við eða skoða pakkana sem fara í gegnum kerfi þeirra nema bara það sem þarf til að koma þeim á áfangastað. Það mundi þá þýða að netveitur gætu ekki lokað á pakka sem eiga að fara á ákveðna staði, gætu ekki hægt á ákveðnum síðum eða gert aðrar síður hraðvirkari. Allir pakkar væru semsagt meðhöndlaðir af hágmarkshraða sem kerfið styður.
Þessi hugmynd hefur oft komið upp annarstaðar, hér er gott dæmi frá 2007: http://bit.ly/1grZ8wq Þetta felst í því að netveitur eigi að meðhöndla alla pakka eins, alveg sama hverjum þeir eru frá. Alveg með í þessu felst það að netveitur ættu ekki að vera beðnar um að loka fyrir efni, því það er ekki þeirra starf. Netveitur eiga að fara með pakka frá a til b, ekkert annað. Meiri lestur: http://bit.ly/15wPMZn http://bit.ly/GHpgFH
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation