Byggjum upp kjarna ferðamannastaða sem er uppálagt að taka við mikið af fólki á hverjum degi undir sameiginlega titilnum: ###- setur Íslands / Icelandic ### center Sem dæmi mætti hugsa: Eldfjallasetur Íslands - Þríhnjúkagígum Jöklasetur Íslands - Jökulsárlóni Jarðvarmasetur Íslands - Geysi Fossasetur Íslands - Gullfoss Vatnsaflssetur Íslands - Búrfelli Útgerðarsetur Íslands - Ísafirði Jarðsögusetur Íslands - Þingvöllum Þessi "Setur" myndu verða miðstöðvar Mass-tourism á Íslandi
Ákveðið hlutfall þeirra sem heimsækja íslands eru hér í skamman tíma, t.a.m. fólkið á skemmtiferðaskipunum, ráðstefnugestir ofl. Fyrir þennan hóp af fólki (og hina líka) er mikilvægt að vera með kerfi staða sem veita hnitmiðaða upplifun og geta tekið við miklum fjölda fólks á dag, skipuleggja mætti ferðir m.t.t. viðkomu á þessum "setrum" o.s.frv. Rukkað væri inn á þessi "setur" og þar væri einnig boðið upp á aðrar upplifanir fyrir auka aur (hestaferðir, siglingar sem dæmi).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation