Eins og staðan er núna þarf að skrá sig á staðgreiðsluskrá og áætla reiknað endurgjald sem 0kr. Þegar verktakagreiðsla berst þarf að senda tölvupóst á skattinn og láta færa greiðslu inn handvirkt. Eins eru tekjur alltaf reiknaðar per mánuð frekar en að bjóða upp á að taka við einstökum greiðslum þegar þær berast. Mun einfaldara væri að geta skráð greiðslur þegar og ef þær berast á vef skattstjóra.
Núverandi kerfi krefst þess að skattgreiðandi áætli mánaðarlegar tekjur. Þessi krafa ætti að vera með öllu óþörf, sérstaklega ef skattgreiðandi nýtir rafræn skil á staðgreiðslu þegar verktakagreiðslur berast. Gerum fólki auðvelt fyrir að nýta sér þann möguleika að taka við verktakagreiðslum þegar og ef þær berast. Einföldun á þessu ferli gæti auðveldlega skilað meiru í ríkiskassann þar sem núverandi kerfi er fráhrindandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation