Ég væri til í vefsvæði sem ég gæti skráð mig inn með minni Kt og séð öll mín réttindi sem mín kt á. Allar bætur, réttindi og allt. Þá myndi maður leyfa síðunni að leita þetta allt uppi út frá upplýsingum sem Kt býður upp á. Væntanlega þyrfti maður að gefa leyfi því þarna væri persónuupplýsingar. Skattur.is væri kannski ágætisgrundvöllur fyrir þetta eða island.is
http://www.island.is/forsida Þarna er hægt að ná í alls kyns upplýsingar og tengja sig inn á "mínar síður". Að vísu vantar réttindi úr lífeyrissjóði og fleira þarna inn en er þetta ekki skref í rétta átt?
Eitthvað af þessu öllu er hægt að sjá inni á http://tryggur.is en ekki það sem lífeyrissjóðirnir hafa undir höndum. Því þyrfti að breyta og fá lífeyrissjóðina til að samkeyra þá sem fá úr sjóðunum inni á tryggur.
Þetta eru upplýsingar sem þegar eru til og ýmist fólk hefur aðgang að. Það væri virkilega gagnlegt ef þessi miðlæga gátt mundi einnig sýna notendurm hverjir hafa skoðað gögnin um þá. S.s. að ég gæti séð hverjir hafa skoðað mína sjúkraskrá og hvenær, hverjir hafa flett mér upp hjá CreditInfo, hverjir hafa skoðað bílana mína hjá Ökutækjaskrá o.s.frv. Persónuvernd snýst ekki bara um leynd, líka að fólk fái að vita hverjir eru að skoða þessar upplýsingar.
Hér er um að ræða oft mjög persónuleg gögn. Réttindi í sjúkrakerfinu og eða hjá Tryggingastofnun Ríkissins, hjá Vinnumálastofnun og fleira sem krefjast frekari persónuupplýsinga til þess eins að geta svarað með Já/Nei (t.d. uppl. um innlaggnir á sjúkrahús, lyfjakostnað, hvaða lyf, stöðu á bankareikningum o.fl og oft töluvert aftur í tímann).
Leiðinlegt er að berjast við kerfið sem á að þjónusta manni. Að leita sér að sínum réttindum er ekki auðveldur leikur. Með þessu kæmi kerfið til mans en ekki maður viltur inn í kerfinu.
Væri ekki þess virði að gera undanþágur frá ákveðnum fornfálegum reglum til að skapa rými fyrir framþróun? Sérstaklega eitthvað sem yrði svo augljós hagsbót fyrir svo marga einstaklinga og hópa samfélagsins! Allir landsmenn þurfa eitthvað frá kerfinu á einhverjum tímapunkti. Sumir meira, aðrir minna, sumir í skemmri tíma og aðrir lengri... en þessar öll höfum við ýmis réttindi og þurfum á endanum að nýta okkur þau. Kerfið er löngu orðið ALLTOF FLÓKIÐ. Færa má rök fyrir því að fólk sé vitlausara og dekraðra í dag en áður en þau rök gufa upp fyrir sólu, einfaldlega vegna þess að kerfisbatteríið er stórt, þunglamalegt, skipt í margar deildir... allt eins og virki byggð úr pappírsveggjum sem fólk þarf að klífa yfir til að geta nálgast þau. Munum líka að ríkisstörf kosta pening. Ríkisstörf ættu ekki að vera búin til með þeim tilgangi að vera ævarandi... né ætti að skapa sífellt fleiri ríkisstörf sem áður voru ekki til á meðan haldið er í öll þau gömlu. Ríkisstörf eru fæst framleiðandi, þó landsvirkjun og nokkur önnur séu etv. undanskilin þeirri staðhæfingu. Heildarrekstrarkostnaður ríkisins ætti að minnka eftir því sem á líður, amk ef hagkvæmni, skilvirkni og skynsemi byggju að baki hönnunar þess. Ég held að það sé í sjálfu sé frekar lítil hönnun í gangi hvað varðar ríkiskerfið sem heild... það bara er, byggt á eldri forskrift og lítilli heildar-yfirsýn. Þemað, ef eitthvað, eru takmörk, þröskuldir og veggir. Núverandi kerfi er eins og reipi sem þrengir að hálsi samfélagsins að því marki að enn er hægt að anda, en lítið hægt að hreyfa sig án þess að öndunarvegurinn lokist! Beurocratismi eða skriffinskumennskan byggja á meðferð og flæði upplýsinga. Engin tækninýjun í sögu mannskyns hefur auðveldað meðferð og flæði upplýsinga jafn gríðarlega og upplýsingatæknin. Það að sameina EKKI þessa tvo þætti samfélagsins er álíka og að taka einkaþotuna niður að strætóstöð til að fá far í vinnuna sína á Egilsstöðum! PS. fyrir öllum stórtækum nýjungum og breytingum er lagaleg og/eða pólítísk fyrirstaða. Ef nokkur lagatæknileg atriði eru nóg til að stöðva ákveðna þróun sem væri öllum samfélagshópum til góðs... þá spyr ég hvort lögin séu fyrir okkur eða einhvern annan?
Þetta er ekki vitlaus hugmynd, en það gæti verið erfitt að framkvæma þetta (s.s. að vita ÖLL réttindi út frá kennitölu einni saman). T.d. er bannað að samkeyra sjúkraskýrslur á milli heilbrigðisstofnana (eftir því sem ég kemst næst). Það væri þá væntanlega harðbannað í einhverju svona risa kerfi, sem ætti að samkeyra við ýmislegt annað. Þannig að það gæti verið erfitt að fá svona kerfi samþykkt út frá öryggis ástæðum (kanski??) Væri nóg að búa til fleiri svona reiknivélar, og sameina þær (og upplýsingar) á einn miðlægan stað?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation