Afglæpavæðing cannabis

Afglæpavæðing cannabis

Löggjöfin eins og hún er í dag er ekki að virka og ber meiri kostnað og skaða með sér heldur en annað. Núna hafa margir talað um portugölsku aðferðina, s.s. afglæpavæða neisluskamta á öllum eiturlyfjum... Ég er ekki á því. Frekar fara leiðina sem spánverjar fóru, að hver og einn neitandi hafi rétt á að rækta 4 plöntur til einkanota. Og má hafa á sér upp að 3g úti en ekki nota efnið opinberlega. Sala og dreifing efnisins væri enþá refsiverð við lög og þungar sektir væru fyrir sölu.

Points

Fólk sem er með sjúkdóma sem valda verkjum þurfa oft og iðulega að taka sterk verkjalyf, það að reykja hass er af mörgum talið betra en lyfjaát, hef sjálfur lent í kvalafullum bakveikindum og því prófað lyfjaátið. Í mörgum tilvikum deyfir það ekki verki, svo var einnig hjá mér en lyfin gerðu lífð bærilegra þessa mánuði. En, þarna yrði við ákveðna mafíu að kljást við sem er lækna..... sem kemur til með að leggjast fast gegn þessu.

Með því að leifa fíkniefni má draga úr kostnaði við fangelsun og vistun, kostnaði í heilbrigðiskerfinu sem og fjarlægja fjárhagshvatan fyrir starfssemi glæpamanna sem þrífast á boðum og bönnum. Þegar refsingar ógnin hefur verið fjarlægð getu neytandinn snúið sér til lögreglu með umkvörtunarefni í stað þess að búa við ógnanir handrukkara og kúgun fíkniefnasala. Lögleiðing ætti að draga úr vændi, þjófnaði og ýmsu sem neytendur gera til að fjármagna neyslu og skapa færi fyrir hjálp við afeitrun.

Með því að fara að vinna með fíkniefnaneytendum í stað þessa að elta þá og fangelsa skapast grundvöllur fyrir samstarfi við að sigrast á fíkn neytandans, mannúð tekur við af einelti. Með því að leyfa viðurkenndum aðilum að selja fíkniefni er hægt að tryggja hreinleika efnanna og koma í veg fyrir dauðsföll og sýkingar vegna íblöndunarefna í fíkniefni. Með því að koma upp aðstöðu fyrir neytandann og tryggja hreinlæti má draga úr smitun á lifrabólgu, HIV ofl sjúkdómum og sprautunálum á víðavangi.

það er svipuð hugmynd sem að vísu gengur töluvert lengra inni https://www.betraisland.is/ideas/32-logleiding-fikniefna

Ef við förum spænsku leiðinna þá sé ég mikið fall í neðarjarðarhagkerfi íslendinga og jafnvel út fyrir landsteinana. Sala myndi minka gífulega og lögreglan væri ekki að eltast við saklaust fólk fyrir það eitt að reykja cannabis... Spánverjar og íbúar í Swiss hafa tekið vel í þessa breytingu síðan hún kom í gegn 2012.

Þetta er ekki næstum því eins hugmynd því ég tala aðeins um cannabis.

Þú ert semsagt á því að canabis neytendur séu í meiri rétt en þeir sem nota til dæmis MDMA?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information