"Feedback" frekar en auglýsingaáróður; upplýstir neytendur.

"Feedback" frekar en auglýsingaáróður; 
upplýstir neytendur.

Í markaðsumhverfi dagsins í dag, hefur neytandinn fá eða engin spil á hendi, önnur en gylliboð og "kosningaloforð" framleiðenda, söluaðila, þjónustufyrirtækja og annara einkaaðila. Einhverskonar "orðsporskerfi" væri skynsamlegt, þar sem fyrirtæki fá "feedback" svipað og á t.d. ebay. Afskaplega gagnlegt væri að hafa ummæli notenda á flokkum eins og verði eða gæðum þjónustu/vöru. Ekki væri síðra að hafa upplýsingar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækis, hagsmunatengsl, umhverfisfótspor o.m.fl.

Points

Með því að neytandinn færi sitt atkvæði með eða á móti fyrirtæki, ákveðinni vöru/þjónustu eða þh munu allir neytendur hafa mun betri upplýsingar í höndunum þegar þeir ákveða hvernig þeir ætli að beita sínum (þverrandi) kaupmætti. Þá skiptir minna máli hverju sé lofað eða hver kaupir mesta auglýsingaplássið, heldur hvernig fyrirtækin raunverulega standa sig gagnvart kúnnanum. Smám saman kemur í ljós hvað er drasl og hvað ekki, hver sé ábyrgur og hver ekki. Mikið vald í hendur neytenda!

Það eru þegar einkaaðilar að sinna svona þjónustu. http://www.stjornur.is/ http://www.tripadvisor.com/ ofl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information