Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Viðkomandi ráðuneyti skal skylt að birta árlega, fyrir 1. Desember, raunhæf Neyslu/Tekjviðmið sem verði lágmark bóta til þeirra sem getið er hér að ofan. Óheimilt er að rýra ofangreindar bætur með skattlagningu eða á neinn annan hátt. (samanber lækkun barnabóta húsaleigubóta eða annarra þeirra uppbóta sem bótaþegi á með réttu).

Points

Mannréttindi eru brotin á Íslandi. Stjórnvöld og atvinnurekendur fremja þau í stórum stíl. Stjórnvöld láta reikna reikna út neysluviðmið sem þau hunsa síðan algjörlega í ákvörðunum um bætur í Almannatryggingakerfinu. Skerðingar á greiðslum úr lífeyrissjóðum er hreint og klárt mannréttindabrot. Hafa stjórnvöld lesið mannréttindasáttmála SÞ. eða mannréttindasáttmála Evrópu? Mættu gjarnan gera það,þar er skýrt kveðið á um réttindi öryrkja og aldraðra, Útreiknuð neysluviðmið eiga að ráða.

Margir eru alveg rasandi yfir því að ekki hafi tekist að setja landinu okkar nýja stjórnarskrá, en ég spyr nú bara: Til hvers að setja nýja stjórnarskrá þegar sú gamla er ekki virt af valdhöfum? Ég vil fyrst og fremst benda á 76. greinina í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Skráðu þig inn á síðuna hérna og smelltu svo á UPP við hliðina á græna ferningnum. Það er auðveldast að skrá sig inn með tengingu vð facebook sem kemur í ljós ef þú smellir á innskráning.

Einhver annarleg öfl í landinu virðast hafa það að sínu aðalmarkmiði að halda sem flestu vinnandi fólki undir fátætarmörkum. Sama hugsunin virðist vera gagnvart fólki sem hefur lokið ævistarfi sínu og þeim sem hafa horfið af vinnumarkaði vegna slysa og örorku. Talað er um að það þurfi að koma hreyfingu á neyslu almennings en fólk sem á varla til hnífs og skeiðar né heldur almennilegt húsaskjól neytir ekki mikils umfram það sem hjálparstofnanir gefa því. Fátækt er skammarblettur á ríku þjóðfélagi

Mér líst vel á og svo vona ég innilega að þessir smánar"KJARA"samningar verði kolfelldir um allt land

Eftirfarandi komst ekki með aðal tillögunni sökum plássleysis í viðkomandi reit: Óheimilt er aðilum vinnumarkaðarins að semja um laun undir Neyslu/Tekjviðmiðum viðkomandi ráðuneytis og skuli þau einnig vera frí við skattlagningu sbr. hér að ofan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information