Sveitarfélög og ríkisstofnanir myndu senda kvittanir fyrir þjónustu eins og aðgerðum á sjúkrahúsum, þjónustu í grunnskóla og fleiri þáttum sem hið opinbera sinnir. Á kvittuninni væri svo tilgreind afsláttarprósenta, í tilfelli þjónustu í grunnskóla yrði afslátturinn 100% til dæmis.
Augljóslega er forvitnilegt að sjá sundurliðanir á kostnaði fyrir svona hluti, en að gera þetta fyrir alla þjónustu er aukin byrði fyrir ríki og sveitarfélög og kostar líklega fullt af peningum. Flest fólk myndi ekki skoða þetta og tölur fyrir fastan kostnað, eins og á hvert barn í grunnskóla er líklega aðgengilegur nú þegar. Minniháttar aðgerðir eru yfirleitt framkvæmdar á einkareknum stofum, sem ríkið ber ekki ábyrgð á að sundurliða kvittanir fyrir.
Mér finnst þetta ágætis hugmynd en það verður að passa útfærsluna. Það væri bagalegt ef þetta þýddi endalausa aukna pappírsvinnu fyrir fólk sem hefur annað með tímann sinn að gera.
Ég fór í smáaðgerð fyrir nokkrum árum sem kostaði mig 30 þúsund krónur í heildina. Í henni var ég svæfður og andþrengsli í nefinu á mér voru löguð. Það kom mér á óvart að ég fengi aldrei að sjá heildarkostnaðinn við aðgerðina. Svona kerfi myndi bæði auka vitund fólks um þá þjónustu sem það fær, auk þess skylda kerfið til þess að meta og greina kostnað sem lagt er út í. Tilgangurinn væri ekki að láta fólki líða illa yfir því að njóta þjónus og gögnin ættu ekki að vera persónugreinanleg eftirá.
Þetta hlýtur þó að vera til staðar, þ.e. að ég tel það ólíklegt að bókhald sé fullunnið í kringum veitta þjónustu án þess að kostnaðarliðir eru tilgreindir. Ég er þó sammála að það þyrfti að ganga úr skugga um að þetta sé eins lítil 'aukavinna' á kerfið, en ég gef mér það (án leyfis) að þetta sé nú allt til í tölvukerfum þjónustuaðila.
Sammála, það má alls ekki vera og mikil vinna í kringum þetta, en hún verður alltaf einhver. - Það væri reyndar annar góður kostur við svona afgreiðslu: hún myndi ýta opinberum aðilum út í að taka saman samræmanleg gögn, það sárvantar að hafa gögn tiltæk og aðgengileg.
http://lsh.is/um-lsh/gjaldskrar/ Þarna eru upplýsingarnar til, það þarf bara að bera saman sjúkratryggða og ósjúkratryggða. Ég held samt að það megi ekki setja þetta á reikninginn, því að þá er hann orðinn "sjúkraskrá" með heilbrigðisupplýsingum. Það má ekki koma fram á reikningnum sjúkraskrárupplýsingar, að ég held.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation