Hvað með að færa allt innanlandsflug til Flugstöð Leif Eiríkssonar og vera með hraðlest frá flugvöllinum og að nýju samgöngumiðstöð sem BSÍ á að vera. Með þessu fáum við lest í staðinn fyrir nýjan flugvöll, nýtum einn flugvöll fyrir allt flug og Borginn fær sínar lóðir til þess að reisa íbúðir á.
Það er alltaf þörf fyrir íbúðir, hvort sem þær eru allar nýttar eða ekki landsmönnum fjölgar. Lest myndi hjálpa samgöngur frá keflavíka bæði fyrir innanlands og utanlandsferðamenn. Einn flugvöllur er nóg fyrir þessa eyju.
Lestir eru bara rosalega dýrar. Teinarnir kosta líklega á bilini 400 til 1000 milljónir pr kílómetra eftir því fyrir hvaða hraða þeir eru byggðir og hvort þeir eru einfaldir eða tvöfaldir. Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið gert ráð fyrir lestum og líklega þyrfti mjög dýra gangagerð til þess að koma lestunum á áfangastað í miðri Reykjavík. Ég myndi ganga út frá því að allt verkefnið kosti ekki undir 100 milljörðum og að útilokað verði að fjármagna það með fargjöldum jafnvel þó að þau verði mjög há.
Á suðurnesjum búa um 21.000 manns sem verða að sæta því að næsta skurðstofa og alvöru sjúkrahús er staðsett á höfuðborgarsvæðinu, þessi flutningslengd hefur sannanlega kostað mörg mannslíf nú þegar. Með flutning á innanlandsflugi og um leið endurvakningar á sjúkrahúsinu í Keflavík er verið að stórauka öryggi tugþúsunda, sjúkraflugi með flugvélum er hægt að beina til Keflavíkur en þyrlufluginu að Landsspítala sem verið hefur. Verði alvarlegt flugslys á Keflavíkurflugvelli þarf að aka öllum slösuð
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation