Sterkari lög varðandi merkingar á upprunalandi á vöru og banna fána/liti á erlendum vörum

Sterkari lög varðandi merkingar á upprunalandi á vöru og banna fána/liti á erlendum vörum

Breyta ætti lögum þannig að ekki væri löglegt að merkja erlenda vöru eða vöru sem inniheldur að miklu leiti erlent hráefni með íslenska fánanum. Íslenska fánann og sömuleiðis umbúðir í fánalitunum ætti aðeins að leyfa á umbúðir þar sem varan er upprunnin frá Íslandi sama hvar henni er pakkað.

Points

Sem íslendingur finnst mér út í hött að rölta út í krónu og kaupa óafvitandi hollenska sveppi, grípa eitt stykki gríska lambasneið og halda síðan glaður að ég sé að éta íslenska máltíð úr hreinni íslenskri náttúru. Ef íslenski fáninn væri einungis leyfður á íslenska vöru þá hvetur það innlenda frammleiðendur til þess að merkja vöru sína sérstaklega. Einnig hjálpar það íslenska neytendanum að taka meðvitaða ákvörðun um kaup sín. Við ættum lágmark að hafa val um að styðja íslenska frammleiðslu ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information