Kostnaður vegna vinnu- og heilsutaps af völdum geðraskana er gífurlegur. Klínískar leiðbeiningar NICE stofnuninnar eru að fyrsta meðferð við flestu þunglyndi eigi að vera hugræn atferlismeðferð. Framboð og eftirspurn eftir þjónustu sálfræðinga er verulega skekkt. Hér er linkur á rannsókn á því hvernig aukið framboð sálfræðinga í heilsugæslu myndi borga sig upp á nokkrum árum: http://skemman.is/stream/get/1946/7529/19991/1/Kvik_kerfislikon___Medferdir_vid_lyndis_og_kvidaroskunum.pdf
Það er heimskulegt og jafnvel skaðlegt þjóðfélaginu að ekki skuli vera búið fyrir löngu að semja við sjálfstætt starfandi sálfrðinga (og iðjuþjálfa). Sálræðn vandamál og kvillar eru gífurlega algeng vandamál. Ekki er alltaf nauðynlegt að sjúklingar með sálrænar raskanir fari til geðlækna eða á meðferð með geðlyfjum. Sálfræðingar geta mjög oft komið að miklu gagni., Þeir þurfa ekki endilega að vera á heilsugæslustöðum heldur geta þeir vel starfað sjálfstætt.
Geð- og tilfinningaraskanir eru algengar og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Ógrynni rannsókna sýnt fram á langtímaárangur hugrænnar atferlismeðferðar umfram lyfjagjöf. Það myndi minnka álag á heimilislækna að geta vísað vandamálum þar sem þau eiga best heima. Viðeigandi úrræði myndu, með öðrum orðum, verða til þess að fólk myndi ekki skila sér í jafnmiklum mæli aftur inn í kerfið í síendurteknum komum vegna sama vandamálsins
Það sem skiptir mestu er kannski ekki hvort sálfræðingarnir eru inni á heilsugæslunni eða ekki, heldur hvort meðferð hjá sálfræðingi sé niðurgreidd af ríkinu eða ekki. Ég held það sé alveg borðleggjandi að ef sálfræðiþjónusta væri niðurgreidd af ríkinu þá myndu fjölmargir sem nú eru að fá endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri geta stundað vinnu og lækkað þar með útgjöld ríkisins. Það að fleiri fari til sálfræðinga á eftir að minnka eftirspurn eftir þjónustu geðlækna, sem er niðurgreidd af ríkinu, og þar með mun hluti kostnaðarins við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu bara vera tilfærsla á kostnaði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation