Nú er ólöglegt að selja klám. Lögunum er ekki fylgt eftir. Breyta þarf þessum lögum.

Nú er ólöglegt að selja klám. Lögunum er ekki fylgt eftir. Breyta þarf þessum lögum.

Í 210. gr. almennra hegningarlaga segir: "Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt."

Points

Klámmyndir eru seldar víða í kynlífshjálpartækjabúðum. Lögreglan skiptir sér ekki af því. Annað hvort ætti lögreglan að skipta sér af því eða breyta ætti þessum lögum. Ég tel seinni valmöguleikan ásættanlegri. Það gengur ekki að vera með úrelt lög.

Frelsi okkar til að tjá okkur hvernig sem við viljum um það sem við viljum eru settar nægar skorður eins og er. Vilji fólk ekki neita kláms eða hvaða annars efnis sem það hefur áhuga á getur það hreinlega hunsað það. Ríkisstjórn á ekki að hafa rétt til að skipta sér af einkalífi fólks, komi það sem það gerir ekki niður á öðrum. Hvernig skilgreinum við svo klám og hverjum treystum við til að ritskoða okkur með því að túlka þá skilgreiningu? Frelsi einstaklingsins á að vera nr. 1, 2 og 3.

Sammála þessu, það þyrfti annað hvort að endurskoða lögin, eða framfylgja þeim betur.

Mér finnst þessi hugmynd of óskýr til að hægt sé að styðja hana. Að biðja um endurskoðun á lögum án þess að segja hver þú vilt að niðurstaðan verði úr þeirri endurskoðun gefur til kynna að þér sé sama þó að aðrir taki ákvörðunina um hvort þessu sé framfylgt eða fellt niður, ef þeir bara skoða málið. Þess vegna get ég ekki stutt þessa hugmynd, en myndi styðja hugmynd um niðurfellingu þessara laga, auk annara sem þrengja að tjáningarfrelsi eða eru með forræðishyggju gagnvart fullveðja einstaklingum, s.b.r. t.d. það sem Ögmundur lagði fram varðandi ritskoðun á Internetinu.

Ef lög eru virt að vettugi þá setur það setur það slæmt fordæmi um lög í landinu. Hér vantar dómstól sem dæmir lög í burt ef þeim er ekki fylgt eftir samkvæmt venju eða að þau stangist á við stjórnarskrá eða vegna annara þátta sem gera það að verkum að lög séu ólög. það þarf að endurskoða öll lög með reglubundnum hætti, ég er sammála þessari tillögu en ég vil ganga lengra og byggja upp sérstakan stjórnlagadómstól eða ákæruvald fyrir stjórnlaga-hæðstarétti sem dæmir þessi ólög í burtu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information