Búa mætti til app sem myndi gagnast ferðamönnum á Íslandi. Nokkur atriði sem mætti hafa í þessu app-i væru t.d. Yfirlit yfir þjónustu og afþregingu. QPR kóða-lesari sem sýndi fólki upplýsingar/byði upp á lesna útskýringu á þeim hlut/stað þar sem kóðinn er staðsettur. Mikilvægar upplýsingar: veður, færð, mikilvæg símanúmer o.fl. Neyðarhnappur sem sendir GPS staðsetningu + símanr til viðbragðsaðila. Slíkt app, ásamt fríu þráðlausu neti á helstu ferðamannastöðum gæti bætt upplifan fólks.
Ef vel væri að því staðið að svona app-i, þá myndi það skila sér í ánægðari ferðamönnum. Aðgengi að áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum stuðlar einnig að aukinni seldri þjónustu. App útfærsla upplýsinga er einnig bara að aukast og bráðum verður slík tækni komin í bíla o.fl. Einnig mætti hugsa sér að reka hjálparlínu sem ferðamenn geta hringt í ef þeir lenda í vandræðum.
Svona framtak þarf ekki sérstaka löggjöf eða aðkomu þingheims til að ná fram að ganga, aðilar á sviði ferðamannaþjónustu geta hrint þessu í framkvæmd og stutt með sinni sérþekkingu á þörfum ferðamannaiðnaðarins. Vel getur verið að hægt væri að sækja styrki til þess úr einhverjum sjóðum, en slíkt væri þá á mun breiðari grundvelli með því markmiði að styðja við nýjsköpun eða eitthvað þess háttar.
Í nútíma þjóðfélagi ætti ekki að auka umsvif ríkisins með því að taka upp hugbúnaðarþróun. Eins og Hafþór tók fram, þá er eðlilegra að þetta sé gert af einkaaðilum, mögulega með styrkjum úr ríkisstyrktum sjóðum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation