Á Íslandi skal vera eitt kjördæmi þar sem atkvæðavægi er jafnt.
Rök þeirra sem eru á móti hugmyndinni eru góð og gild, en það breytir því ekki að mitt atkvæði gildir ekki eins mikið og þeirra núna og því er ekki jafningja lýðræði núna. Að breyta landinu í eitt kjördæmi eða a.m.k jafn vægi kjördæmana eftir íbúafjölda myndi stuðla að jafnrétti allra íbúa landsins, óháð búsetu. Ef landsbyggðarfólk þarf að byggja á atkvæðaveiðum stjórnmálamanna til að lifa af, þá er kannski kominn tíma til að flytja í höfuðborgina.
Ég held að þetta sé mjög varasamt. Að breyta landinu í eitt kjördæmi mun ekki stöðva tilhneigingu til kjördæmispots, og ég er hrædd um að kjördæmapotið myndi að megninu til færast yfir á Suð-vesturhornið þar sem flestir kjósendur eru.
Hér er ríkjandi misskilningur um að skipting landsins í kjördæmi sé ástæða misvægis atkvæða. Jöfnunarmannakerfið er reyndar nokkuð gott í því að tryggja þingmannafjölda einstakra framboða í samræmi við fylgi þeirra á landsvísu en ójafnt vægi atkvæða eftir kjördæmum þýðir að frambjóðendur í landsbyggðarkjördæmum eiga greiðari leið inn á þing en þeir í höfuðborginni. Mér þykir það gríðarlega róttæk "lækning" á þessu vandamáli að taka alveg úr sambandi tengingu þingmanna við tiltekin svæði.
Misvægi atkvæða hverfur ekki ef landið er gert að einu kjördæmi. Þannig yrðu ennþá verulega færri atkvæði bakvið hvern þingmann Framsóknarflokks en Pírata ef niðurstöður síðustu kosninga eru reiknaðar í einu kjördæmi. Færa má rök fyrir því að það sé eðlilegt að það sé fyrirsjáanlegra fyrir kjósendur hvaða einstaklinga þeir eru að kjósa inn á þing, en það kemur misvægi atkvæða ekki við.
Að hafa eitt kjördæmi eins og hugmyndin er nú góð og gild. Er bara því miður ekki gerleg. Sökum þess að þá munu allir sem stjórna koma frá rvk og nágreni. Ástæða þess að að það eru kjördæmi er einmitt að dreifa valdinu og "valdhöfum" um landið. Og er það að mínu mati hornsteinn lýðræðisins að stjórnmálamenn komi víðs vegar af landinu en ekki frá einu horni. Frekar ætti að stoppa af þá stjórnamálamenn eins og Sigmundur Davíð gerði að skipta um heimili til að geti boðið sig fram á NA kjördæmi
Landið eitt kjördæmi og einstaklingsframboð lítur mjög vel út í hugsjóninni. Reynslan af Stjórnlagaþingskosningunni segir annað. Landsþekktir menn komust áfram. Aðrir sem margir hverjir höfðu janf góða eða betri hluti fram að færa voru hunsaðir, því kjósendur þekktu ekki nægilega til þeirra. Menn kusu ekki því þeim ofbauð vinnan við að greina á milli frambjóðenda og kjósa "rétt" í samræmi við sína sannfæringu.
Þótt mér sé mjög umhugað um eflingu landsbyggðarinnar þá held ég að við verðum öll saman að stuðla að því með öðrum hætti en með misvægi atkvæða. Það brýtur í bága við stjórnarskrá eins og bent hefur verið á og er einfaldalega ólýðræðislegt. Finnum saman aðrar lausnir til að efla byggð utan höfuðborgarsvæðisins.
Í stjórnarskrá Íslands segir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Núverandi kerfi mismunar fólki eftir búsetu þar sem þingmenn hafa misjafnlega mörg atkvæði á bak við sig eftir landshlutum. Við eigum öll þetta land saman, og enginn á meira í því en annar.
Í núverandi formi þá gilti mitt atkvæði meira þegar ég var búsett í Norðvesturkjördæmi heldur en núna þegar ég er búsett í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þó svo að það sé skiljanlegt að fólk vilji ekki að fólk búsett á einu svæði á landinu "stjórni" þá er það einnig mjög skiljanlegt að atkvæði allra landsmanna séu metin á jöfnum grunni en ekki eftir búsetu. Þó svo að fólk sé búsett á höfuðborgarsvæðinu þýðir það ekki að það beri ekki hagsmuni alls Íslands fyrir brjósti sér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation