Í 34. gr. stjórnarskrár er afar einfallt og auðskilið ákvæði um kjörgengi. Í Ritinu "Stjórnskipa Íslands" eftir tvo af virtustu lagapróessorum lándsins, Gunnar G. Schram og Ólaf Jóhannesson segir svo á bls. 181. "Kjörgengisskilyrðin eru TÆMANDI TALIN í stjórnarskránni. Löggjafanum er ÓHEIMILT AÐ BÆTA VIÐ ÞAU." Löggjafinn gerir það heldur ekki. Hann fer bara ALLS EKKERT eftir stjórnarskrá að þessu leyti.
Er nauðsynlegt að fara eftir lögum við stjórnun landsins? Í dag gerum við það einungis að afar litlu leyti. Við fylgjumst ekki heldur með hvað sé rétt og hvað rangt í því sem stjórnmálamenn gera. Hvernig eigum við þá að vita hvort landinu er stjórnað á eðlilegan og réttan máta? Við þurfum að kunna umferðarreglur til að mega aka bíl. Við verðum líka að sýna að við kunnum það. Ættum við ekki líka að þurfa að sýna að við þekkjum stjórnreglur landsins og kunnum að fara eftir þeim?
Það er ekki hægt að taka undir hugmynd ef hún er vanreifuð. Þú ferð hvorki út í hvernig nákvæmlega er brotið á kjörgengisákvæðum, né kemur með rökstuddar útlistanir á hvað og hvernig þú vilt ná fram úrbótum. Mér finnst aðdáunarvert að vísa í heimildir, en það er ekki nóg til að koma á framfæri hugmynd sem hægt er að framkvæma.
Ertu til í að útskýra þetta betur - hvernig er ákvæðið um kjörgengi núna, og hvernig er það brotið?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation