Ærslabelgur er stór uppblásinn belgur sem hægt er að hoppa á og gera ýmsar stökkæfingar á.
Ærslabelg sárvantar í Ásahverfið, en slíkur er nú þegar við Hofstaðaskóla og Stjörnusvæði, Ásgarði. Gott pláss fyrir slíkan væri t.d. á leikvelli við austurenda Grjótáss/Furuáss. Einnig mætti hugsa sér staðsetningu nálægt hjólabrettasvæði við Sjáland. Allra best væri ef hægt væri að koma honum fyrir á báðum þessum stöðum! Ærslabelgir hafa komið ótrúlegustu krökkum og jafnvel fullorðnum út úr húsi að hoppa og hafa gaman. Virkilega vel heppnað leiktæki sem ætti að fyrirfinnast í hverju hverfi
Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation