Gosbrunnur sem væri börnum og foreldrum til skemmtunar. Margs konar útfærslur mögulegar, s.s. mishá vatnssúla, jafnvel ýmist vatn eða gufa sem kemur upp. Fátt er skemmtilegra á góðviðrisdögum en að sulla í vatni. Allra best ef foreldrar eiga erindi á staðinn líka, kaffihús nálægt til dæmis, eða nærvera við náttúruna, til dæmis niðri við sjó við Sjáland eða jafnvel við Vífilsstaðavatn eða annars staðar á Heiðmerkursvæði.
Margs konar útfærslur. Myndirnar sem fylgja sýna gosbrunna frá Kópavogshæð, Árósum og París. Möguleikarnir eru endalausir og það er vatnið næstum því líka :) Sérstaklega þykir mér skemmtilegt við þann í Árósum að þar koma mismunandi bogar brunns inn og "gjósa á mismunandi tímum og einn þeirra er bara með lágar vatnssúlur. Sá í París er æðislegur því hann getur sprautað vatni (litlir stútar í hellunum) í stökum súlum, úðað gufu upp um sömu göt, eða bara látið flæða vatn sem myndar grunnan poll.
Væri til í svona í Urriðaholtið með upphituðu vatni
Það er flott útfærsla á þessu í Hamraborg þar sem koma saman gosbrunnur, leiktæki, hoppibelgur, menningarstarfsemi, veitingastaður og tengingar við strætó/hjólastíga.
Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation