Með ströndinni sunnanmegin á Álftarnesinu og upp að Garðakirkju. Betri tengingu frá Ásgarði með læknum upp að Vífilstaðavatni. Göngu og hjólastíg með sjónum um allt Bessastaðanesið og tengja stíg að Gálgahrauni/ Gálgaklettum og að Sjálandi.
Mikill áhugi almennings á útivist og hreyfingu og vantar lengri og fjölbreyttari leiðir. Mikil gæði að geta farið með ströndinni án þess að vera inni í íbúðahverfum og ekki að trufla fólk sem er að sinna sínu heima fyrir. Gríðarleg aukning í hjólreiðum og best að koma þeim af götunni út í náttúruna .þarf ekki að malbika stigana, betra að ganga,hlaupa og hjóla á góðum malarstígum.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation