Skipta út grasvelli fyrir neðan Hæðarból fyrir leiksvæði fyrir eldri krakka t.d. hjólabrettarampa, hjóla"braut", hoppubelg,hreystivöll o.fl.
fótboltavöllurinn er nánast aldrei notaður. Yrði gott svæði fyrir krakka að hittast í hverfinu. Þá gætu foreldrarnir líka farið með yngri systkini á leiksvæðið í Hæðarbóli á meðan eldri krakkar eru þar að leika sér🏃🚴
Flott svæði sem væri hægt að gera mikið með :)
Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Það væri algjör snilld ef að það væri lagað torfið(grasið) á vellinum þar sem að það er handónnýtt og vill fólk ekki fara þangað í fótbolta þar sem að það er mikil hætta á meiðslum á borð við að misstíga sig í holum sem eru allsráðandi á þessum velli. Veit ég fyrir víst að ef að völlurinn yrði lagaður og vel væri hugsað um hann þá yrði hann mikið notaður af öllum aldurshópum.
Frábær hugmynd ! Núverandi völlur er lítið sem ekkert nýttur því svæðið er votlent og í slæmu ástandi til íþróttaiðkunar. Battavöllur, hreystibraut, hjólabrettarampur…svæðið er frábært til leikja og synd að það sé ekki nýtt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation