,,Pumptrack" í Urriðaholt. Hjólabraut fyrir vaxandi hjólara. Eins og er við Flataskóla
,,Pumptrack" hjólabraut í Urriðaholti þar sem mikil uppbygging er í hverfinu og mikið af börnum. Tilvalin braut til að gleðja og æfa upprennandi hjólara á öllum aldri í umhverfisvænu hverfi sem gæt fjölgað þeim sem taka fram hjólhestinn.
Frábær hugmynd í ljósi þess að frekar erfitt er fyrir börn að hjóla um hverfið gæti verið staðsett í Miðgarði eða á milli bílastæða og Urriðavatns. Heilsueflandi fyrir ungu kynslóðina.
Geggjuð afþreying fyrir börn, einnig væri hægt að gera einfalda braut í litlum halla við útjaðar Urriðaholts fyrir minni pening. Þyrfti bara jarðveg og smá timbur til að gera skemmtilega braut fyrir alla aldurshópa. https://www.youtube.com/watch?v=WpdXJBI-96w
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation