Bæta göngu og hjólaleið úr Urriðaholti yfir í Garðabæ

Bæta göngu og hjólaleið úr Urriðaholti yfir í Garðabæ

Vantar nauðsynlega brú eða undirgöng frá Kauptúni yfir í hraunið til að bæta göngu- og hjólaleið á milli Urriðaholts og Garðabæjar

Points

Öryggi barna okkar

Maður er alveg fastur inni í hverfinu ef maður er ekki á bíl, eina leiðin út er yfir stórhættuleg gatnamót sem telja 6 akreinar. Það þarf sárlega að bæta leið hjólandi og gangandi í og úr hverfinu.

Öryggi gangandi/hjólandi vegfarenda.

Stórhættuleg gatnamót!

Það er enginn örugg leið úr Urriðaholti fyrir td hjólandi börn sem nýta sér tómstundir og íþróttir í Garðabæ

Sjálfsagðar samgöngubætur sérstakl fyrir börn og þeirra frístundarstarf.

Hef bent á þetta nokkrum sinnum áður. Það er ekki hægt að leyfa börnum í Urriðaholti að fara á hjólum eða gangandi á æfingar í Ásgarð eða Tónlistarskóla eða bara hitta vini sem búa hinu megin við brautina. Stórhættuleg gatnamót eins og nýlegt banaslys hegur sýnt. Líka hættuleg gatnamót hinu megin við brúna á leiðinni í Iðnaðarhverfið í hrauninu, þar eru ekki ljós eða neitt til að hjálpa gangandi vegfarendum

Það þarf að bæta öryggi gangandi / hjólandi vegfarenda

Vantar nauðsynlega að bæta göngu og hjólaleiðina frá Kauptúni yfir í hraunið í Garðabæ. Þar sem börn og unglingar þurfa að sækja íþróttir og aðrar tómstundir á aðra staði í Garðabæ er nauðsynleg að koma brú eða undirgöngum þar sem auðvelt og öruggt er að hjóla og ganga á milli hverfa.

Verðum að tryggja öryggi barna sem fara þarna yfir til að sækja íþróttir/tómstundir

Bæta öryggi fyrir gangandi og hjolandi

Mikilvægt fyrir alla að hafa örugg gatnamót í og úr hverfi

Mjög þarft að fara í þetta mál , bæði þyrfti að auðvelda aðgengi að stíg hjá vífilsstöðum til að tengja við nýtt knatthús og við undirgöng hjá flötunum undir Reykjanesbrautina, og sömuleiðis vantar gangbrautar og bæta öryggi þeirra sem þurfa að þvera urriðaholtsstræti eða Holtsveg.

Mikil þörf á þessu.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information