Eyðijörðin Bali er eini staðurinn í Garðabæ þar sem lausaganga hunda er leyfð. Á hverjum degi flykkjast hundaeigendur þangað til að leyfa hundunum sínum að hlaupa sem og hitta aðra hundaeigendur. Staðsetningin er góð með aðgang að sjó fyrir þá sem eiga vatnahunda og fjarri mikilli umferð og enn færri nágrannar sem umferð hunda truflar. Eini aðbúnaðurinn á staðnum fyrir utan holótta veginn er einn bekkur og ein þreytt ruslafata. Það væri frábært að gera svæðið huggulegra.
Þessi hugmynd tikkar í öll boxin, þetta hefur jákvæð áhrif á umhverfið okkar, snyrtilegra svæði þýðir að betur verður gengið um það. Við nýtum betur okkar núverandi útivistarsvæði. Rekstrarkostnaður er enginn til viðbótar við það sem þegar er og hægt er að skala verkefnið upp og niður eftir umfangi og fjármagni sem sett er í það. Hvet aðra hundaeigendur til að koma með fleiri hugmyndir hvað væri hægt að gera.
Sammála um að gera svæðið huggulegra þannig að fleiri hundaeigendur nýti sér svæðið. Mikið hefur verið rætt um lausagöngu hunda á stöðum þar sem lausaganga er ekki leyfð þannig að það er um að gera að efla það svæði sem leyfilegt er að hafa hundana lausa og hvetja hundaeigendur í Garðabæ að heimsækja það.
Það þarf að halda jarvegsdag á svæðinu einu sinni á ári. Hópur fólks með labbar um svæðið og stingur forkum niður með 10 cm milli bili, gert til lofta um jarðveginn og auka ísig vatns. Þetta mun styrkja grasrótina sem mun í staðinn standa betur að vígi við að taka á móti gestum á svæðinu.
Svæðið hefur gríðarlega möguleika á að vera eitt fallegasta græna svæði í höfuðborginni. Með að endurbyggja grjóthleðslu og varveita þær fornleifar sem er á svæðinu gangandi til yndiauka. Hægt er að auka skjólsæli og svarfveður með að planta niður íslensku birki og reynivið á vel völum stöðum.
Hugmyndir: * Stærri og betri sorptunnu. * Setja upp lýsingu svo að hægt sé að nota svæðið lengur á veturna. Ekki óalgengt að rekast á annan hundaeiganda í myrkrinu í desember. Lýsing á bílastæði, lýsing við borð/bekki. * Lagfæra bílastæði og slóðann að svæðinu. * Drykkjarbrunn fyrir menn og dýr. * Upplýsingaskilti til að vekja athygli á að þetta sé sameiginlegt hundasvæði og það sé á ábyrgð þeirra sem nota það að ganga vel um og taka upp eftir sín dýr. * Snyrta gróður á svæðinu.
Endilega gera þetta svæði huggulegra með betri lýsingu og bekkjum svo maður geti tyllt sér meðan fjórfætlingarnir hlaupa um og leika og hitta aðra hunda og einnig mætti bæta ruslatunnu aðstöðu. Annars mjög fallegt og gott svæði og strákarnir okkar glaðir að koma þangað.
Frábær hugmynd. Löngu orðið tímabært að gefa þessu svæði smá ást og umhyggju. Mætti gjarnan vera garðslanga tengd drykkjarbrunninum til að geta skolað saltið af þeim hundum sem halda að þeir séu selir.
Það þarf að laga göngustígana á svæðinu með möl, taka niður gamlar girðingar sem þó hefur fækkað mikið og græða upp flötina sem er eitt forarsvað þegar blautt er.
Orðið nánast nauðsynlegt að lagfæra veginn að Bala, maður hefur áhyggjur af bílnum sínum í hvert skipti sem ég keyri þangað. Hann er með óteljandi holur og margar þeirra rosalega djúpar og erfitt að koma í veg fyrir að keyra í þær. Styð líka tillögu Sigrúnar um að reyna að bæta jarðveginn þarna, svæðið verður algjört drullusvað eftir miklar rigningar og síðan svakalegt svell þegar það er frost.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation