Frábært væri að hafa gerði í göngufæri til að geta sleppt hundum lausum og leika. Á stærð við gervigras fótboltavöll t.d.. Leiðinlegt að þurfa alltaf að keyra langleið til að geta leyft hundinum sínum að hlaupa og leika smá við aðra hunda.
Mjög margir hundar í hverfinu og gaman væri að geta rölt á hundasvæðið og leyft þeim að leika sér almennilega en ekki alltaf í taum þegar þeir hittast í göngunni.
Hér eru sérlega margir hundar því ekki vanþörf á opnu svæði (afgirtu) sem hægt er að sleppa hundum.
Það búa mörg hundruð manns í Urriðaholtinu og margir af þeim eiga hunda en maður má auðvitað ekki sleppa þeim lausum. Gaman væri ef þeir mættu vera lausir í kringum Urriðavatnið eða í Heiðmörkinni en svo er skiljanlega ekki sökum fuglalífs og hræðslu fólks. Næstu hundasvæði eru í margra mínútna keyrslu í burtu.
Hundahald getur leitt til aukinnar geð- og lýðheilsu manna. Það leiðir til aukinnar hreyfingar, útiveru og aukinna samskipta við annað fólk sem á sama tíma dregur úr félagslegri einangrun og einmanaleika. Ég styð hugmyndina um afmarkað svæði þar sem lausaganga hunda er leyfð fyrir göngutúra og leik í sátt og samlyndi. Þörfin er svo sannarlega til staðar og nóg ætti plássið að vera fyrir alla, þá sem kjósa samveru með hundum og þá sem vilja vera án þeirra.
Það væri frábært og eiginlega nauðsynlegt fyrir alla hundana í hverfinu til að leika sér almennilega 🥰🙌🏽
Sammála, það má setja hudagerði víðsvegar um bæinn. Í Garðabæ eru mikil hundamenning og greiða hundaeigendur leyfisgjald. En gleymst hefur að bjóða upp á fl. staði í bæjarlandinu / bænum fyrir hunda til að hlaupa frjálsir. Hundasvæðið Bali er bara ekki nóg.
Það er nægt landrými til að búa til hundasvæði/hundagerði í nærumhverfi Urriðaholts. Þar með þyrftu hundaeigendur, sem eru orðnir mjög margir í Urriðaholti, ekki að aka á næsta hundasvæði. Það dregur úr umferðarálagi, mengun frá bensín- og díseolíudrifnum bílum og eykur ánægju íbúa hverfisins.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation