Útbúa upplýstan göngu og hjólastíg meðfram Hraunholtslæk frá Stekkjarflög að Reykjanesbraut. Slíkur stígur mundi opna þetta fallega svæði fyrir almenningi í Garðabæ og vera kærkomin viðbót við útivistarmöguleika Garðbæinga.
Það væri gott að hafa stíg þarna og þá myndu líka þær brýr nýtast betur sem eru útí hraunið á einum 4 stöðum
Skemmtilegt útivistarsvæði sem fleiri mundu njóta og bætir tengingu milli hverfa bæjarins
Þetta myndi auka öryggi og vellíðan þeirra sem vilja hjóla og ganga á milli staða og tengja stjörnusvæðið við göngu-hjólastígana austar í bænum.
Geng oft þarna um. Góður stígur væri til miklilla bóta, sbr. stígurinn meðfram Arnarvogslæknum, sem er alveg frábær.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation