Setjum virkjun sjávarfalla í algjöran forgang

Setjum virkjun sjávarfalla í algjöran forgang

Sjávarfallaorka er endurnýjanleg orkulind og að öllum líkindum áreiðanlegasta orkulind jarðar. Sjávarfallaorka er mjög umfangsmikil og hana má nýta án nokkurra þekktra umhverfisáhrifa. Mörg ríki heims beina nú augum að þessari orkulind í síauknum mæli, um leið og þau stefna að minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis. Að öllum líkindum er sjávarfallaorka langstærsta orkulind Íslands, en hingað til hefur bæði skort rannsóknir og stefnu á þessu sviði. Skorað er á stjórnvöld að setja þetta í forgang.

Points

Það er rangt að halda því fram, að virkjun sjávarfalla sé dýr kostur. Ég hvet alla til að kynna sér málið á heimasíðu Valimars Össurarsonar uppfinningamanns og formanns SFH; Samtaka Frumkvöðla og Hugvitsmanna, (http://www.nyhugmynd.com) Heimasíða Valdimars er: http://www.valorka.is/

Sjávarfallaorku er unnt að virkja til hagnýtra nota, t.d. til rafmagnsframleiðslu. Margt gerir þá orkuvinnslu að góðum kosti. Sjávarfallaorka er að öllu leyti endurnýjanleg orka og hún er fyrirsjánleg og útreiknanleg, svo lengi sem tunglið er á sinni braut og höfin breytast ekki. Sjávarfallaorka er því tryggasta og fyrirsjáanlegasta form endurnýjanlegrar orku sem hugsast getur. Fyrir hvern stað er unnt að reikna orkuframboðið út margar aldir fram í tímann. Hér er því ekki um ófyrirséða og ór

Hér er því ekki um ófyrirséða og óreglulega framleiðslu að ræða, líkt og gerist t.d. með vindorku; ölduorku og jafnvel sólarorku, vatnsfallaorku og jarðhitaorku.

Íslendingar eiga heimsmet í raforkuframleiðslu per haus þar sem verulegur meirihluti allrar raforku (~80%) sem framleiddur er hér á landi fer til reksturs þriggja álvera. Ég sé ekki alveg að þetta sé mjög brýnt. Þessi tækni er einnig ennþá gríðarlega dýr miðað við aðra orkugjafa.

Ef hægt er að nýta þetta þannig að það er hagkvæmt og skaffar góðan arð er augljóst og sjálfsagt að þetta verði orkuöflun okkar í framtíðinni. Ég sé samt ekki afhverju þetta ætti að fara í "algjöran forgang". Hvað þýðir það? Að gera óhagkvæmar virkjanir því hugmyndin er meira "cool". Nei, við þurfum aðeins vandaðari og skynsamari áætlanir en það.

Þetta gæti komið sér afarvel á sumum af köldu svæðum þessa lands og stuðlað að umhverfisvænni orku. Sem hefði(með fyrirvara um núverandi upplýsingar) mun minni umhverfisáhrif heldur en vatnsaflsvirkjanir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information