Breyting á kaup og neyslulögum áfengis.

Breyting á kaup og neyslulögum áfengis.

Kaup og neyslualdur áfengis verði lækkaður niður í 18 ár. Sala áfengis verði færð frá ríkinu yfir á almennan markað svo matvörubúðir geti selt það í verslunum sínum.

Points

Fjarlægja þarf þá ímynd af áfengi sem tabúi í samfélaginu með einokun á sölu þess og uppblásnum kaup og neyslualdri. Einokunarverslun ríkisins á áfengi hefur áhrif á kaupendur og þar sem það er engin samkeppni helst verðið á slíkum vörum mjög hátt. Eins er kaup og neyslualdurinn yfirgengilega hár, mun hærri en hann er í nágrannaþjóðum okkar. Ljóst er ef að 18 ára einstaklingur er sjálfráða, fjárráða, með kosningarétt og bílpróf á sá hinn sami að fá rétt til þess að neyta áfengis.

Mjög einfalt er fyrir löggjafan að breyta aldri í lögunum og er það fásinna að ekki sé búið að því fyrir löngu. Hvað varðar einokun ríkisins á sölu áfengis er auðvitað fyrir neðan allar hellur að ÁTVR skuli vera til að fjárfesta í kostnaðarsömu húsnæði til þess að selja áfengi. Einkageirinn á að taka að sér þessa fjárfestingu. Þó tel ég að ef öllum vínbúðum landsins yrði lokað myndi þjónustan/vöruframboðið á landsbyggðinni verða minna og því ekki endirlega hagur fyrir alla að fara þá leið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information