Setja undirgöng til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi að Vífilstaðastaðavatni frá göngustíg, mjög mikill umferðahraði og hættulegt að fara þarna yfir. Hvergi gangbraut eða hraðahindranir til að minnka umferðahraða.
Mjög hröð umferð, engin gangbraut eða annað sem hægir á umferð, göngustígurinn meðfram læknum er til fyrirmyndar en að komast yfir götuna þarna er stressandi og ógnvæglet, svo ekki sé nú talað um öryggi yngri vegfarenda og tildæmis leikskóla og skólabarna sem eru í skólum á Vífilstaðaholtinu. Svo á sumrin þegar golfiðkendur Golfklúbbsins Odds bætast á veginn þarna þá er þetta mjög hættulegt að fara þarna yfir.
Þarna er þörf á úrbótum fyrir gangandi fólk að komast yfir veginn að vatninu. Umferðin þarna hefur aukist mjög mikið síðustu misseri og er mjög hröð.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation