Gangstéttar og rennusteinar í Lundahverfi

Gangstéttar og rennusteinar í Lundahverfi

Það er nauðsynlegt að laga gangstéttar og rennusteina í Lundahverfi. Víða eru gangstéttar mjög illa farnar og rennusteinar jafnvel horfnir. þetta skapar mikla hættu fyrir börn á hjólum, hlaupahjólum og slíkum farartækjum svo ekki sé talað um eldra fólkið sem er á ferðinni.

Points

Slysagildra að hafa ekki gangstéttar og rennusteina í lagi.

Mjög sammála. Mikil þörf á að laga aðal göngustíginn í gegnum efri Lundir.

Gangstéttar í lundahverfi eru mjög gamlar og lúnar. Brotnar upp úr þeim. Styð heilshugar þessa betrumbót.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information