Útgefendur stafræns efnis verða að veita neytendum leiðbeiningar eða upplýsingar um hvernig hægt sé að fjarlægja afritunarvarnir af vörum sem þeir selja. Það tryggir rétt neytenda til að nota vörur sem þeir kaupa með þeim hætti sem þeim hentar.
DRM stjórnar því hvernig og jafnvel hvenær hægt er að hlusta á tónlist, lesa bækur og horfa á kvikmyndir. Þær útiloka neytendur sem ekki eiga tæki sem eru sérstaklega studd af útgefendum og ekkert tryggir að tækin sem fólk kaupir sér í framtíðinni séu nothæf til að skoða efnið. DRM þvingar fólk ekki aðeins til að nota ákveðin tæki heldur einnig til að nota sérleyfishugbúnað og útilokar frjálsan hugbúnað. Það getur neytt neytendur til að greiða sérstaklega fyrir hugbúnað sem annars væri óþarfur.
Ef ég kaupi eitthvað sem er ekki "þjónusta" þá á ég að getað gert hvað sem ég vill við það. Ef það felst í því að fjarlægja DRM af því, þá auðvitað ætti ég að meiga gera það! Ef ég kaupi bók, þá getur enginn tekið þá bók af mér seinna og sagt, sorrý það er búið að banna þessa bók. Ef ég kaupi bók á "kindle" og sú bók er síðan bönnuð þar, þá að sjálfsögðu ætti bókin ekki að eyðast útaf tækinu mínu. Ég á bæði tækið og bókina, það hefur enginn rétt til að taka það af mér. Það að fá "þjónustu" er
Hvað með að ef þú vilt ekki kauða vöru með afrituanrvörn, þá bara sleppir þú því að versla við þann aðila?
Upphaflegur titill var "Lögbann við afritunarvörnum (DRM)". Eftir umræður og umhugsun breytti ég honum og inntaki tillögunnar því bönn eru róttæk og mér finnst þau aðeins réttlætanleg í mjög alvarlegum málum. Sömu niðurstöðu er hægt að fá fyrir neytandann með einfaldri reglu sem skyldar útgefendur til að gefa leiðbeiningar um hvernig hægt er að fjarlægja afritunarvarnirnar því það veitir neytendum frelsi til að nota vöruna eins og þeim hentar best. Hugmyndin að baki tillögunni er enn sú sama: fólk verður að geta notið vörunnar sem það kaupir á þann hátt sem því hentar best.
Að baki hugmyndinni er sú sýn að neytendur eiga rétt á því að nota þær vörur sem þeir kaupa með þeim hætti sem þeir vilja, en ekki að þeir eigi aðeins rétt á því að geta valið sér vörur sem bjóða það frelsi. DRM takmarkar þetta frelsi og því er mikilvægt að verja réttinn með lagasetningu.
Ég er almennt fylgjandi opnum stöðlum og valfrelsi en að setja lög um að banna afritunarvarnir með einu og öllu gengur allt of langt. Það má skoða að setja lög um slíkt þegar kemur að efni sem fjármagnað er af skattpeningum en fráleit forræðishyggja að þvinga allt efni undir þann hatt. Ef um "valfrjálst" efni er að ræða á þetta engan veginn við.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation