Út Kjarrmóa í átt að Hlíðarbyggð er gangstétt, sem endar á götu og enga augljósa leið áfram til að halda áfram í Hlíðarbyggð, annað en að ganga/hjóla á götunni og þvera svo Hofstaðarbraut. Þarna vantar framhald af gangstétt og upplýsta gangbraut. Þessi leið er vinsæl hjá börnum á leið í skóla á morgnana, sem þurfa alltaf að fara af gangstétt, og þvera frá Hlíðarbyggð yfir í Kjarrmóa á akbraut.
Þetta eru stór hættuleg gatnamót gagnvart gangandi vegfarendum. bæði mjög víð svo að bílar keyra hratt sem eru að beygja inn í Kjarrmóa og Hlíðarbyggð. Nýja göngubrautinn með góðri lýsingu upp við Brekkubyggð ætti að vera fyrirmynd að bætingu þarna. Skoðið vel í myrkri muninn sem er í gangi.
Tek 100% undir þessa tillögu. Þessi gatnamót eru hrikaleg og í raun stórhættuleg fyrir gangandi vegfarendur. Þarna vantar sárlega gangbraut með góðri lýsingu sem þverar Hofsstaðabrautina og tengir saman gangstétt milli Hlíðarbyggðar og Kjarrmóa/Lyngmóa. Það er oft stutt frá stórslysi þegar (oftar en ekki ungir) gangandi vegfarendur skjótast yfir götuna. Mikill fjöldi gangandi vegfarenda krossar þessi gatnamót daglega, og gangbraut myndi auka öryggi þeirrar til muna.
Það er einfaldlega fáránlegt að það vanti þarna samtengingu á gangstétt með gangbraut áfram yfir í Hlíðarbyggð og öfugt. Þessi leið er vinsæl hjá börnum á leið í skóla á morgnana, sem þurfa alltaf að fara af gangstétt, og þvera frá Hlíðarbyggð yfir í Kjarrmóa á akbraut. Bæta þarf við gangstétt á þar sem er ? á myndinni, ásamt því að upplýst gangbraut yfir Hofstaðarbrautina myndi gera þetta svæði mun öruggara.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation