Vil þakka fyrir fallegan frágang, stíga, hvíldabekkja og gróðrarbeða við nýja íþróttasvæðið við Hraunsholtslæk/Garð. Vil þó biðja um fleiri bekki til að sitja á sérstaklega á göngustígnum sem er fyrir ofan bæjargarðinn/opna grasvöllinn. Það vantar betra viðhald á hitaveitustokkinn, hættulegar holur við hliðar hans og útfærslu á bílastæðum við Garð og upp Garðfit þar sem nýja íþróttasvæðið er. Bílum er ekið inn á göngustígana og upp á grasbanka. Setja hlið á göngustíga og grassteina á grasbala.
Bílar fylgja allri iðkun og betra og fallegra að gera ráð fyrir farartækjum í sátt við umhverfið. Hætta er vegna bíla sem ekið er inn á svæðið, bílastæði á grasi með grassteinum meðfram Garðfit og hlið á göngustígum myndu koma til móts við þetta. Fleiri hvíldarbekkir fyrir ofan bæjargarðinn væri hjálplegt fyrir þá yngstu og elstu sem nota stígana góðu til heilsueflingar
Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation