Garðbekki við gönguleiðina út á Álftanes

Garðbekki við gönguleiðina út á Álftanes

Göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin frá Prýðahverfinu út á Álftanes er orðin mjög vinsæl og fjölfarin leið til útivistar. Þar er víðsýnt til allra átta og upplagt að setja upp nokkra garðbekki á þeirri leið. Þannig má hvíla lúin bein og njóta stórfenglegs útsýnis. 3 staðir: Upp á holtinu neðan við gatnamótin á Garðaholtsveginum (mjög víðsýnt), á nesinu við hestagirðingar (á miðri leið) og síðan við hringtorgið heim að Bessastaðaafleggjaranum (lítillega fyrir neðan torgið við Bessastaðaskiltið).

Points

https://ferlir.is/gengid-um-gardabae/

Helstu rökin eru þau að þetta er nokkurra kílómetra leið og ekki er neinn garðbekkur í dag til að sitja og hvíla sig. Það er líka líklegt að betri umhirða og fallegri svæði með bekkjum á þessari leið auki notkun hennar og um leið tengi þennan nýja hluta Garðabæjar við eldri Garðabæinn á einfaldan hátt, þ.e. fólk mun sækja meira á þetta svæði sem er stórfenglegt útivistar og útsýnissvæði.

Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information