Göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin frá Prýðahverfinu út á Álftanes er orðin mjög vinsæl og fjölfarin leið til útivistar. Þar er víðsýnt til allra átta og upplagt að setja upp nokkra garðbekki á þeirri leið. Þannig má hvíla lúin bein og njóta stórfenglegs útsýnis. 3 staðir: Upp á holtinu neðan við gatnamótin á Garðaholtsveginum (mjög víðsýnt), á nesinu við hestagirðingar (á miðri leið) og síðan við hringtorgið heim að Bessastaðaafleggjaranum (lítillega fyrir neðan torgið við Bessastaðaskiltið).
https://ferlir.is/gengid-um-gardabae/
Helstu rökin eru þau að þetta er nokkurra kílómetra leið og ekki er neinn garðbekkur í dag til að sitja og hvíla sig. Það er líka líklegt að betri umhirða og fallegri svæði með bekkjum á þessari leið auki notkun hennar og um leið tengi þennan nýja hluta Garðabæjar við eldri Garðabæinn á einfaldan hátt, þ.e. fólk mun sækja meira á þetta svæði sem er stórfenglegt útivistar og útsýnissvæði.
Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation